Væru illa stödd án íslenska fisksins

Töluvert magn af íslenskum fiski fer til Bretlands og áfram …
Töluvert magn af íslenskum fiski fer til Bretlands og áfram til Evrópu. mbl.is/Alfons Finnsson

Ekki verður um það deilt að breski markaðurinn er mikilvægur fyrír íslenskan sjávarútveg. Þangað fara 18% íslenskra sjávarafurða ef miðað er við heildarverðmæti og 21% þorskafurða.

En íslenski fiskurinn er að sama skapi mikilvægur fyrir Bretana, sem ekki aðeins kunna vel að meta „fish and chips“-rétti gerða eftir kúnstarinnar reglum úr góðum íslenskum þorski, heldur starfa líka við að verka íslenska fiskinn og útbúa til sölu á breskum og evrópskum mörkuðum.

Verslun með fisk á milli landanna gæti verið í uppnámi ef ekki tekst að gera góða Brexit-samninga og reynst bæði íslenskum og breskum fyrirtækjum mikð högg.

Einn af gestum Sjávarútvegsráðstefnunnar fyrr í mánuðinum var Simon Dwyer og hélt hann erindi um þau tækifæri og áskoranir sem felast í útgöngu Bretlands úr ESB. Simon starfar fyrir samtök sjávarútvegsfyrirtækja á Grimsby- og Humber-svæðinu, en hann er jafnframt sjálfstæður ráðgjafi á sviði flutninga á sjávarafurðum.

Simon Dwyer segir atvinnulíf Grimsby háð íslenskum fiski.
Simon Dwyer segir atvinnulíf Grimsby háð íslenskum fiski.

5.000 bein störf og 10.000 afleidd

Simon segir að samfélagið í kringum Grimsby sé mjög háð þeim 60.000 tonnum af íslenskum fiski sem þar er landað ár hvert.

„Bara í Grimsby eru 75 fiskvinnslur og skapar atvinnugreinin störf fyrir 5.000 manns sem verka og pakka sjávarafurðum sem berast til Bretlands frá öllum heimshornum. Til viðbótar má reikna með 10.000 afleiddum störfum.

Á listanum yfir upprunalönd sjávarafurða sem berast í þessar fiskvinnslur er Ísland langefst mælt í magni, en einnig kemur fiskur frá Noregi, Færeyjum, ufsi frá Alaska, rækjur frá Kanda, Taílandi, Víetnam og Indlandi, og einnig ýmsar tegundir frá t.d. Nýja-Sjálandi og Suður-Afríku. Því skiptir það miklu fyrir atvinnulíf svæðisins að geta átt í greiðum viðskiptum við umheiminn.“

Simon bendir á að það sé ekki aðeins mikilvægt fyrir Grimsby að góðir samningar náist við Ísland heldur líka að Brexit leiði ekki af sér skorður á flutningi íslensks fisks í gegnum Bretland og áfram inn á Evrópumarkað. Í dag fer töluvert af íslenskum fiski þessa leið til Evrópu.

„Við vitum ekki hvar mörkin liggja en getum þó verið viss um að ef flutningsmagnið minnkar er hætta á að skipaflutningafyrirtækin sjái sér ekki lengur hag í að flytja fisk til Grimsby. Sá fiskur sem er ætlaður Evrópumarkaði og landað á Grimsby-svæðinu eykur við heildarmagnið sem þar fer í gegn og skiptir örugglega máli.“

Rætt var nánar við Simon í nýjasta sjávarútvegsblaði 200 mílna og Morgunblaðsins, sem fylgdi blaðinu föstudaginn 17. nóvember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 343 kg
Ýsa 113 kg
Karfi 7 kg
Samtals 463 kg
19.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.105 kg
Karfi 23 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.131 kg
19.4.24 Guðrún GK 96 Grálúðunet
Grásleppa 345 kg
Samtals 345 kg
18.4.24 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Ufsi 1.163 kg
Þorskur 189 kg
Karfi 6 kg
Samtals 1.358 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 343 kg
Ýsa 113 kg
Karfi 7 kg
Samtals 463 kg
19.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.105 kg
Karfi 23 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.131 kg
19.4.24 Guðrún GK 96 Grálúðunet
Grásleppa 345 kg
Samtals 345 kg
18.4.24 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Ufsi 1.163 kg
Þorskur 189 kg
Karfi 6 kg
Samtals 1.358 kg

Skoða allar landanir »