„Verður mikill sprettur“

Á næstu tólf mánuðum mun málmtæknifyrirtækið Héðinn hf. reisa fullbúna fiskimjölsverksmiðju í Egersund á suðvesturströnd Noregs. Héðinn hefur gert samning við fyrirtækið Prima Protein um alla þætti verksins, að sjálfu verksmiðjuhúsinu undanskildu.

Talað er um prótein-verksmiðju í þessu sambandi til að undirstrika megin-innihaldsefni og gæði fiskimjölsins. Heildarkostnaður er áætlaður um 3,8 milljarðar króna og nemur hlutur Héðins í verkefninu um helmingi þeirrar upphæðar. Verksmiðjan á að geta unnið úr 750 tonnum af hráefni á sólarhring í fyrsta áfanga.

Ragnar Sverrisson, framkvæmdastjóri Héðins, segir að verkefnið sé meðal þeirra stærstu sem fyrirtækið hafi tekið að sér í 95 ára sögu sinni. Ýmsar nýjungar sem snúa að meðferð hráefnisins og orkunýtingu verða í verksmiðjunni og mengunarbúnaður eins og best verður á kosið. Varmaorka verður framleidd með viðarspæni sem fellur til frá timburvinnslu og afgangsorka notuð í fjarvarma fyrir byggðarlagið. Eigendur verksmiðjunnar stefna að því að afurðirnar fái vottun fyrir manneldi, en til að byrja með fer mest af mjölinu til framleiðslu á fóðri.

„Þetta er spennandi verkefni því mjög fáar stórar verksmiðjur hafa verið hannaðar og byggðar frá grunni í áratugi,“ segir Ragnar í fréttaskýringu um þetta verkefni Héðins í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 446,51 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,26 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 3.502 kg
Þorskur 2.295 kg
Skarkoli 122 kg
Ýsa 49 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.978 kg
19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 446,51 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,26 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 3.502 kg
Þorskur 2.295 kg
Skarkoli 122 kg
Ýsa 49 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.978 kg
19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg

Skoða allar landanir »