„Alveg vitlaust veður“

Beitir NK-123 og Venus NS-150, sem báðir hafa verið á …
Beitir NK-123 og Venus NS-150, sem báðir hafa verið á kolmunnaveiðum.

„Við vorum rúmlega sólarhring að sigla á miðin suðaustur af Færeyjum. Við tókum einungis tvö hol en síðan skall á bræla og við liggjum nú í höfn í Kollafirði. Það er í reynd alveg vitlaust veður og kolmunnaskipin hafa öll leitað hafnar eða liggja í vari. Við erum komnir með rúmlega 600 tonn,“ sagði Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti NK, sem hélt ásamt Berki NK til kolmunnaveiða í færeysku lögsögunni á sunnudagskvöld, er hann var inntur frétta síðdegis í gær.

Ofsaveður hefur gengið yfir Færeyjar síðustu sólarhringa og hefur tjón orðið víða, eins og sjá má af umfjöllun færeyska Kringvarpsins.

Haldið aftur til veiða á morgun

„Í fyrra holinu lentum við í smá óhappi með trollið og það gaf einungis 65 tonn en í síðara holinu fengum við 550 tonn. Börkur er kominn með svipaðan afla og við en Bjarni Ólafsson kom eiginlega beint í bræluna,“ er haft eftir Tómasi á vef Síldarvinnslunnar.

„Þetta veður á ekki að ganga almennilega niður fyrr en á laugardag og þá verður haldið til veiða á ný.“

Ekki hefur verið mikið af ís­lensk­um skip­um á veiðisvæðinu við Færeyjar. Þar er hins veg­ar tölu­vert um fær­eysk og hol­lensk skip, að sögn Róberts Axelssonar skipstjóra á Venusi NS.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »