Vísa áhyggjum Loðnuvinnslunnar á bug

Fiskeldi Austfjarða bregst við yfirlýsingu Loðnuvinnslunnar.
Fiskeldi Austfjarða bregst við yfirlýsingu Loðnuvinnslunnar. mbl.is/Helgi Bjarnason

Sjókvíaeldi í Fáskrúðsfirði mun ekki hafa neikvæð áhrif á gæði þess sjávar sem Loðnuvinnslan hf. mun nota. Þetta er álit vísindamanna í umhverfismálum hjá rannsóknar- og ráðgjafarstofunni Rorum.

Í tilkynningu sem borist hefur frá Fiskeldi Austfjarða kemur fram að í kjölfar yfirlýsingar Loðnuvinnslunnar á þriðjudag, þar sem lýst var áhyggjum af áhrifum lífrænna efna frá fiskeldi í firðinum á sjótöku útgerðarinnar til vinnslu, hafi eldisfyrirtækið ákveðið að óska eftir fræðilegu áliti sjálfstæðra vísindamanna.

Styrkur næringarefna er sagður eðlilegur í kílómetra fjarlægð.
Styrkur næringarefna er sagður eðlilegur í kílómetra fjarlægð. mbl.is/Helgi Bjarnason

Úrgangurinn falli á botninn

Í áliti stofunnar segir að miskilnings virðist gæta um áhrifasvæði sjókvíaeldis og áhrif þess á fjarðarumverfi.

Fjölmargar kannanir hafi verið gerðar í gegnum tíðina, sem gefi afar skýra mynd af því hvernig ástand sjókvíaeldi skapar í fjörðum og hvaða áhrif eldið hefur á vistkerfi fjarða og tærleika vatns.

„Úrgangurinn fellur að mestu á botninn innan við 50 metra frá kvíunum og eyðist þar á hvíldartíma þegar eldistöku lýkur. Í stuttu máli sagt þá eru allar kannanir samhljóma og niðurstaðan er að lítilla áhrifa gætir í meira en 100 m fjarlægð frá kvíastæði og alls engra áhrifa gætir þegar komið er í 350 m fjarlægð,“ segir í álitinu.

Loðnuvinnslan hefur mótmælt áformum um fiskeldi í Fáskrúðsfirði.
Loðnuvinnslan hefur mótmælt áformum um fiskeldi í Fáskrúðsfirði. mbl.is/Helgi Bjarnason

Útilokað að Loðnuvinnslan finni breytingu

Greint er frá því að virt rannsóknarstofnun í Noregi, IRIS, hafi nýlega lokið við mjög ýtarlega og nákvæma rannsókn á þessum þáttum í Berufirði, í samstarfi við Fiskeldi Austfjarða og Rorum.

Niðurstöður þeirrar rannsóknar, og annarrar til viðbótar, séu algjörlega ótvíræðar. Vatnsinntak Loðnuvinnslunnar sé 6,7 kílómetrum frá næstu kvíum í straumstefnu, „þannig að algerlega útilokað er að þeir muni nokkurn tímann finna neina breytingu á sínum vatnsgæðum vegna sjókvíaeldis í firðinum.“

Alls engar breytingar sé heldur að finna í meira en 350 metra fjarlægð frá kvíum.

Aukning aðeins við sjókvíarnar

Einnig er tekið fram að Náttúrustofa Austurlands hafi gert eftirlitsmælingar á næringarefnum í sjó 21. september síðastliðinn, við svipaðar aðstæður í Berufirði og verði í Fáskrúðsfirði.

„Þar kemur fram að á viðmiðunarstöð í um eins kílómetra fjarlægð í straumstefnu er styrkur næringarefna eðlilegur og að aðeins við sjókvíarnar mælist aukning á styrk næringarefna.“

„Að framansögðu er ljóst að ekki er hætta á að sjókvíaeldi í Fáskrúðsfirði hafi neikvæð áhrif á gæði þess sjávar sem Loðnuvinnslan hf. mun nota.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,58 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,78 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,83 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 2.714 kg
Þorskur 637 kg
Steinbítur 25 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 3.392 kg
24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,58 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,78 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,83 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 2.714 kg
Þorskur 637 kg
Steinbítur 25 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 3.392 kg
24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »