„Maður lifir ekki á loftinu“

Frá fiskvinnslu á Akranesi. Mynd úr safni.
Frá fiskvinnslu á Akranesi. Mynd úr safni. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

„Við erum rosalega þreytt á þessu,“ segir Erla Sigurbjörnsdóttir í samtali við mbl.is. Öllum starfs­mönn­um fisk­vinnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Ísfisks á Akra­nesi var sagt upp störf­um í lok sept­em­ber. Um tæp­lega 50 manns er að ræða og er Erla ein þeirra.

Al­bert Svavars­son fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins sagði í samtali við mbl.is í gær að ástandið myndi vonandi skýrast á næstu tveimur vikum. Flestir eru komnir á atvinnuleysisskrá en Erla bendir á að þau hafi fengið takmörkuð útborguð laun í október og engin í þessum mánuði:

„Við fengum 50 þúsund kall hvert 11. október og það var það eina sem fengum þann mánuðinn. Við fengum ekki neitt um síðustu mánaðamót,“ segir Erla og bætir við að Albert eigi ekki krónu til að greiða laun.

Erla segir að starfsfólki hafi verið sagt upp 30. september og þau þurfi að bíða til 1. desember áður en þau fái atvinnuleysisbætur vegna þess að fram að þeim tíma séu þau sögð vinna uppsagnarfrest. Hins vegar fái þeir sem var sagt upp ekkert nema svikin loforð:

Alltaf sagt að launin kæmu eftir nokkra daga

„Þegar okkur var sagt upp sagði hann [Albert] að launin kæmu á morgun eða hinn. Við fengum næstu daga ítrekað skilaboð um að launin væru alveg á leiðinni en ekkert gerðist,“ segir Erla en starfsfólkið ræðir saman og er mjög pirrað á ástandinu.

„Þetta gengur ekki. Maður reddar sér lánum, yfirdrætti og segist alltaf vera að bíða eftir launum og heldur að þau komi eftir nokkra daga en ekkert gerist.“

Hún bendir á að Akranes hafi hjálpað starfsfólki með framfærsluláni upp á 164 þúsund krónur. „Ég borga 160 þúsund krónur í leigu og þá er ekki mikið eftir,“ segir Erla og bætir við að lánið þurfi auðvitað að greiða til baka.

Aðspurð segir Erla að erfitt sé að ná sambandi við Albert og hann hafi fá svör. „Hann svarar bara tölvupósti og þá spyr hann hvort við getum ekki fengið aðstoð frá bænum. Ég sagði að ég væri búin að því og vantaði pening fyrir mat.“

Hún hefur áhyggjur af framhaldinu og segir það liggja í augum uppi að fólk þurfi einhverja aura til að lifa af.

Maður lifir ekki á loftinu. Þetta er erfitt, fer í kirkjuna til að biðja um bónuskort eða eitthvað. Það er engin fjölskylduhjálp eða neitt hérna á Akranesi og það getur enginn hjálpað fyrr en fyrirtækið lýsir sig gjaldþrota.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 531,23 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,24 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 531,23 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,24 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »