Gengi hlutabréfa í Eimskip hefur lækkað umtalsvert frá því opnað var fyrir viðskipti fyrr í morgun. Nemur lækkunin nú rétt um 6%, en alls hlaupa viðskipti með bréf félagsins á 33 milljónum króna.
Rekja má lækkunina til umfjöllunar fréttaskýringarþáttsins Kveiks á Rúv í gærkvöldi. Þar var greint frá því að fyrirtækið hefði losað skipin Laxfoss og Goðafoss í gegnum fyrirtækið GMS, sem er stórt alþjóðafyrirtæki sem sérhæfir sig í því að vera milliliður. Þannig kaupir GMS skip og selur áfram til niðurrifs í Asíu. Umrædd skip voru endurunnin á Indlandi.
Er þetta talið vera mögulegt brot á Basel samningnum, sem er í gildi hér á landi. Á hann jafnframt að koma í veg fyrir að iðnríki geti losað mengaðan og hættulegan úrgang til þróunarríkja þar sem minni kröfur eru gerðar til umhverfis- og öryggismála og mannréttindi fótum troðin.
Líkt og fyrr segir voru ásakanirnar settar fram í þættinum í gær. Eimskip brást við með tilkynningu þar sem fram kemur að fyrirtækið hafi fylgt lögum og reglum í söluferlinu í einu og öllu og hafi selt skipin til áframhaldandi rekstrar en ekki til endurvinnslu.
Stendur gengi bréfa Eimskipa nú í 130 kr. og hefur eins fram kemur að ofan lækkað um nær 6%. Í gær stóð gengi hlutabréfanna í 138 kr.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.11.24 | 530,81 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.11.24 | 560,82 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.11.24 | 345,49 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.11.24 | 257,15 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.11.24 | 199,50 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.11.24 | 282,11 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.11.24 | 232,84 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 22.11.24 | 127,00 kr/kg |
23.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 1.225 kg |
Samtals | 1.225 kg |
22.11.24 Lilja SH 16 Lína | |
---|---|
Ýsa | 1.651 kg |
Þorskur | 789 kg |
Langa | 156 kg |
Steinbítur | 56 kg |
Keila | 33 kg |
Sandkoli | 5 kg |
Samtals | 2.690 kg |
22.11.24 Kvika SH 23 Lína | |
---|---|
Ýsa | 2.575 kg |
Þorskur | 153 kg |
Steinbítur | 58 kg |
Langa | 47 kg |
Keila | 10 kg |
Sandkoli | 2 kg |
Samtals | 2.845 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.11.24 | 530,81 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.11.24 | 560,82 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.11.24 | 345,49 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.11.24 | 257,15 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.11.24 | 199,50 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.11.24 | 282,11 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.11.24 | 232,84 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 22.11.24 | 127,00 kr/kg |
23.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 1.225 kg |
Samtals | 1.225 kg |
22.11.24 Lilja SH 16 Lína | |
---|---|
Ýsa | 1.651 kg |
Þorskur | 789 kg |
Langa | 156 kg |
Steinbítur | 56 kg |
Keila | 33 kg |
Sandkoli | 5 kg |
Samtals | 2.690 kg |
22.11.24 Kvika SH 23 Lína | |
---|---|
Ýsa | 2.575 kg |
Þorskur | 153 kg |
Steinbítur | 58 kg |
Langa | 47 kg |
Keila | 10 kg |
Sandkoli | 2 kg |
Samtals | 2.845 kg |