Gjaldtaka taki mið af umhverfisþáttum

Umhverfissjónarmið, orkunýtni eða kolefnisnýtni geta nú skipt sköpum þegar kemur …
Umhverfissjónarmið, orkunýtni eða kolefnisnýtni geta nú skipt sköpum þegar kemur að gjaldtöku Faxaflóahafna og fleiri íslenskra hafna. mbl.is/Árni Sæberg

Faxaflóahöfnum verður framvegis heimilað að láta gjaldtöku taka mið af umhverfissjónarmiðum, orkunýtni eða kolefnisnýtni í siglingum. Alþingi samþykkti í síðustu viku breytingar á hafnalögum þess efnis. Er nú unnið að því að veita restinni af höfnum í opinberri eigu sömu heimildir.

„Með breytingunum er opnað á umhverfismiðaða gjaldtöku sem hefur rutt sér til rúms í Evrópu. Í dag eru einungis skemmtiferðaskip metin samkvæmt þessum alþjóðlegu vísitölum en þegar fram líða stundir gætu flutningaskip bæst við. Með þessu verður til fjárhagslegt hvatakerfi til umhverfisvænni og sjálfbærari skipareksturs. Afslættir eða álögur af þessu tagi skulu samkvæmt breyttum lögum vera gagnsæjar, hlutlægar og án mismunar og samræmast samkeppnislögum,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Þá segir einnig að við breytinguna hafi verið skylda hafna innan samevrópska flutninganetsins að eiga samráð við notendur um gjaldtökustefnu og „veita upplýsingar um umtalverðar breytingar á gjaldtöku minnst tveimur mánuðum áður en breytingar taka gildi. Samhliða þessu er ráðherra falið gefa út reglugerð sem tilgreini hvaða hafnir tilheyri samevrópska flutningsnetinu hverju sinni og um veitingu hafnarþjónustu, gagnsæi í fjármálum og sjálfstæði hafna.“

Innviðaráðuneytið mun hefja innleiðingu reglugerð Evrópuþingsins og -ráðsins 2017/352 er snýr að ramma um veitingu hafnarþjónustu og um sameiginlegar reglur um gagnsæi í fjármálum fyrir hafnir. „Nær sú gerð til allra hafna innan samevrópska flutninganetsins. Fimm íslenskar hafnir eru nú hluti af flutninganetinu: Sundahöfn, Seyðisfjarðarhöfn, Fjarðarbyggðahafnir, Vestmannaeyjahöfn og Landeyjahöfn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 531,23 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,24 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 531,23 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,24 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »