Dauðaslysum fækkar í umferðinni

Það er sárt til þess að hugsa að gríðarlegt fjármagn …
Það er sárt til þess að hugsa að gríðarlegt fjármagn og rannsóknir eru bakvið fækkun dauðaslysa í umferðinni en ekki er hreyft litlafingri við byssueign í Bandaríkjunum

Ef fram fer sem horfir mun innan fárra ára fleiri deyja af völdum skotvopna í Bandaríkjunum en í bílslysum. Morðum með byssum fer fjölgandi en dauðaslysum í umferðinni fækkandi vegna öruggari og betri bíla. Ef þróunin er framlengd til þriggja ára til 2015 má búast við því að 33.000 manns falli það árið af völdum skotárása, en 32.000 af völdum bílslysa.

Dauðaslysum í umferðinni hefur fækkað mjög frá því þau voru flest árið 1979. Þá dóu 53.524 í bílslysum og vonandi eru ekki ýkja mörg ár í að það helmingist. Flest byssumorð voru framin árið 1993, eða 37.666. Þeim fækkaði stöðugt til ársins 2000 og voru þá 28.393 en síðan þá hefur þeim fjölgað aftur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka