Cadillac ATS bíll ársins í Bandaríkjunum

Sportlegi litli stallbakurinn Cadillac ATS hefur verið kjörinn bíll ársins í Bandaríkjunum. Frá því var skýrt rétt í þessu á alþjóðlegu bílasýningunni sem hófst í dag í háborg bandarískrar bílsmíði, Detroit í Michiganríki.

Þá valdi dómnefndin, sem skipuð er 49 bandarískum og kanadískum blaðamönnum og sérfræðingum um bílaframleiðslu, Ram 1500 pallbílinn frá Chrysler sem vörubíl ársins.

Cadillac og Ram báru sigurorð af á fjórða tug bíla af árgerðinni 2013 sem komust í undanúrslit í valinu. Þar á meðal voru bílar frá Honda, Ford og Mazda.

Bílasýningin í Detroit er sú stærsta og mikilverðasta í Bandaríkjunum ár hvert. Hún var sett við vaxandi bjartsýni á framtíð bandarísk bílaiðnaðar. Sérfræðingar spá því að ný met í bílasölu verði sett í ár en á nýliðnu ári voru öll met slegin.

Cadillac ATS á bílasýningunni í París í haust.
Cadillac ATS á bílasýningunni í París í haust. mbl.is/afp
Vörubíll ársins 2013 í Bandaríkjunum, Chrysler Ram 1500.
Vörubíll ársins 2013 í Bandaríkjunum, Chrysler Ram 1500. mbl.is/chrysler
Cadillac ATS á bílasýningunni í París í haust.
Cadillac ATS á bílasýningunni í París í haust. mbl.is/afp
Cadillac ATS er líkur stóra bróður sínum CTS
Cadillac ATS er líkur stóra bróður sínum CTS
mbl.is

Bloggað um fréttina