Ó já, það er eitthvað við Mazda MX-5, enda hefur hann selst betur en nokkur annar bíll í sínum flokki. En hvaðan sótti Mazda innblástur að bílnum?
Hvaðan kemur hugmyndin um léttan, einfaldan sportbíl með frábærum aksturseiginleikum, jafnvel þótt vélarafl sé ekki mikið? Það kann að hljóma undarlega, en er þó ekkert leyndarmál, að hönnuðir MX-5 stúderuðu hinn breska Lotus Elan í bak og fyrir á meðan á hönnunarferli bílsins stóð, þó svo að innblástur hafi líka verið sóttur í aðra bíla.
Það má því kannski segja að MX-5 sé japanskur bíll af breskum ættum. Og það sem meira er, eftir 25 ár í framleiðslu og yfir 900.000 framleidda bíla er hann enn að gefa innblástur fyrir aðra bíla, þar á meðal breska sportbíla.
Það er eitthvað fallegt við það.