Kaupendur fá fría hleðslu í tvö ár

Frí hleðsla í tvö ár gæti hvatt fleiri til að …
Frí hleðsla í tvö ár gæti hvatt fleiri til að skipta yfir í rafmagn.

Til að vekja athygli á kostum rafbíla hefur Nissan í Bandaríkjunum ákveðið að bjóða kaupendum Nissan Leaf rafbílsins fría hleðslu á almenningshleðslustöðvum í tvö ár frá kaupum.

Hverjum nýjum Leaf mun fylgja hleðslukort, sem eigendur geta notað á hleðslustöðvum fjögurra stærstu dreifikerfanna.

Til að byrja með verður þetta tilboð í boði fyrir Leaf-kaupendur tíu stærstu markaðssvæða bílsins í Bandaríkjunum. Allir sem kaupa Leaf eftir 1. apríl síðastliðinn munu geta notað kortið sitt til að hlaða bílinn eftir 1. júlí, segir í frétt Carscoops.

Gert er ráð fyrir að bæta 15 markaðssvæðum við á næstunni, þannig að tilboðið nái til um 80% Leaf kaupenda í Bandaríkjunum.

mbl.is