Hertar kröfur um mynsturdýpt

Hert hefur verið á kröfum um mynsturdýpt dekkja bæði um …
Hert hefur verið á kröfum um mynsturdýpt dekkja bæði um sumar og vetur.

Frá og með 1. nóvember næstkomandi verða gerðar auknar kröfur um mynstursdýpt hjólbarða bifreiða. Eftir það þurfa þeir að hafa að lágmarki 3,0 mm mynstursdýpt yfir vetrartímann, þegar heimilt er að aka á negldum hjólbörðum.

Á því tímabili þarf mynstursdýpt hjólbarða bifreiða til neyðaraksturs að vera að minnsta kosti 4,0 mm.

Yfir sumartímann, frá 15. apríl til 31. október, þurfa hjólbarðar bifreiða að hafa að lágmarki 1,6 mm mynstursdýpt en bifreiðar til neyðaraksturs að minnsta kosti 2,0 mm.

Á vefsetri Samgöngustofu kemur fram, að þessar breytingar eru alfarið gerðar í þágu aukins umferðaröryggis og með hliðsjón af þeim reglum sem gilda annars staðar á Norðurlöndum þar sem akstursskilyrði að vetrarlagi eru svipuð okkar. Við undirbúning þessara breytinga  var haft fullt samráð við til dæmis lögreglu, tryggingafélög og rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Með aukinni mynstursdýpt mun veggrip hjólbarðanna aukast og hemlunarvegalengdir styttast. Þess er vænst að breytingarnar muni fækka þeim bílum sem þurfa á aðstoð að halda við minnstu breytingar á færð og jafnframt stuðla að fækkun umferðarslysa.

Hert hefur verið á kröfum um mynsturdýpt dekkja bæði um …
Hert hefur verið á kröfum um mynsturdýpt dekkja bæði um sumar og vetur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka