Jeppi Jagger á uppboð

Liðsmenn Rolling Stones við bílinn góða sem seldur verður til …
Liðsmenn Rolling Stones við bílinn góða sem seldur verður til að styrkja góðgerðarmálefni.

Jeppi af gerðinni Grand Cherokee Renegade sem  Mick Jagger brúkaði meðan á tónleikaferðalagi í Evrópu í sumar sem leið verður seldur á uppboði á Þorláksmessu.

Jeppafyrirtækið Jeep var styrktaraðili „14 On Fire“ tónleikaferðalagsins sem stóð yfir frá 26. maí til 2. júlí. Brúkaði bílsmiðurinn tækifærið í leiðinni til að kynna afurðir sínar og þó sérstaklega nýjasta flaggskip sitt,  Renegade-jeppan. 

Samstarfi Jeep og Rolling Stones lauk ekki er slökkt var á mögnurum og gíturum að kvöldi síðustu tónleikanna. Hafa þessir aðilar tekið höndum saman um að styrkja gott málefni. Í því sambandi verður jeppi Jaggers seldur að afloknu uppboði sem nú stendur yfir á vefsvæðinu charitybuzz.com en lýkur 23. desember.

Rokkararnir öldnu, sem virðast ódrepandi, hafa ritað nafn sitt á bílinn, þ.e. þeir Mick Jagger, Keith Richards, Ronnie Wood og Charlie Watts.

mbl.is