Bílar aldrei verið öruggari

Bílar hafa aldrei verið öruggari en nú.
Bílar hafa aldrei verið öruggari en nú. mbl.is/epa

Miðað við allar þær miklu innkallanir vegna meintra galla í bílum þyrfti ekki að koma á óvart þótt margir teldu bíla ekki eins örugga og áður.

Svo er þó alls ekki og samkvæmt niðurstöðum vegaöryggisstofnunar tryggingafélaga í Bandaríkjunum (IIHS) hafa bílar einmitt aldrei verið öruggari en nú. Því er allur ótti um afturför óþarfur.

IIHS-stofnunin prófaði um fjörtíu bíla á nýliðnu ári með tilliti til öryggis og þó sérstaklega skilvirkni öryggisbúnaðar. Í meðfylgjandi myndskeiði er meðal annars að finna útskýringar á því hvers vegna bílar eru öruggari nú en áður:

mbl.is