Loftbíllinn á götuna á næsta ári

Tata Airpod er nokkuð óvenjulegur bíll.
Tata Airpod er nokkuð óvenjulegur bíll.

Indverski bílsmiðurinn Tata hefur um árabil gert tilraunir með aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Áformar fyrirtækið að smíða og selja bíla sem knúnir eru þrýstilofti

Tata samdi fyrir sjö árum við fyrirtækið Motor Development International (MDI) í Lúxemborg um samstarf við þróun og smíði loftbíla. Bar það þann ávöxt að hafinn var reynslu- og þróunarakstur á tveimur bílum, nefndir Airpod, árið 2012.

Hugmyndin um að knýja bíla með þrýstilofti er gömul en var löngum talin ógerleg. Tata og MDI virðast hafa yfirstigið tæknilegar hindranir og tekist að smíða vél sem nýtur þrýstiloft og skilar engu nema lofti aftur út í andrúmsloftið.

Nú mun áformað að Airpod-bílar komi til sögunnar á seinni helmingi ársins og verði fyrsti vettvangur þeirra Hawaii. Bandarískur umboðsaðili Tata þar stendur á bak við það. Á þessu stigi hefur ekki verið ákveðið hvenær Airpod kemur á markað í heimalandi sínu, Indlandi.

Airpod-bíllinn verður ekki með venjulegu stýrishjóli, heldur stýripinna. Þrýstilofti verður hægt að dæla á tanka hans á áfyllingarstöðvum, rétt eins og bensínbílar eru tankaðir á  bensínstöðvum. 

Í Airpod er möguleiki á sætum fyrir þrjá fullorðna og eitt barn. Hámarkshraði bílsins verður allt að 80 km/klst og drægi á tankfylli um 200 kílómetrar.

Tata Airpod er ódýr í rekstri.
Tata Airpod er ódýr í rekstri. mbl.is/tata
Ökumaður fer inn í Tata Airpod að framan en farþegar …
Ökumaður fer inn í Tata Airpod að framan en farþegar að aftan.
mbl.is