Milljónasti Kia cee'd smíðaður

Stoltir starfsmenn Kia með milljónasta cee'd bílinn í smiðjunni í …
Stoltir starfsmenn Kia með milljónasta cee'd bílinn í smiðjunni í Zilina í Slóvakíu.

Kóreski bílsmiðurinn Kia náði þeim áfanga í gær, að þá rann milljónasti cee'd-bíllinn sem smíðaður er í Evrópu af færiböndum bílsmiðju fyrirtækisins í Zilina í Slóvakíu.

Kia cee'd er fyrsti bíll fyrirtækisins sem hannaður er og framleiddur í Evrópu. Markaði hann nýtt skeið og eiginlega byltingu í framleiðslugæðum Kia-bíla. Síðar á árinu verður GT nýrri útgáfu bætt við cee'd-línuna og til skjalanna koma í bílana nýjar og smærri vélar.

Framleiðsla á Kia cee'd hófst árið 2006 í Zilina og hefur bíllinn leikið lykilhlutverk í viðvarandi vexti Kia í Evrópu.

Milljónasti bíllinn var kraftmikill fimm dyra hvítur Kia cee'd GT hlaðbakur sem fer til kaupanda í Hollandi. Í honum er 1,6 líra og 201 hestafla T-GDI bensínvél með beinni innspýtingu. 

Milljónasti Kia cee'd bílinn kemur út úr smiðjunni í Zilina.
Milljónasti Kia cee'd bílinn kemur út úr smiðjunni í Zilina.
Í bílsmiðju Kia í Zilina í Slóvakíu.
Í bílsmiðju Kia í Zilina í Slóvakíu.
mbl.is