Ungað út undir vélarhlíf jeppa

Hvar finna menn betri stað til hreiðurgerðar en undir vélarhlíf …
Hvar finna menn betri stað til hreiðurgerðar en undir vélarhlíf Toyota Land Cruiser?
Glóbrystingur er hugdjarfur fugl og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna þegar kemur að því að finna hreiðursstað. Ætla mætti að til þessara verka hafi þeir sérstakt dálæti á Toyota Land Cruiser.
Fer nú sem eldur í sinu um twitter-síður hreiðurgerð glóbrystingspars í bænum Henley í Somerset í Englandi. Taldi það engan stað betri en vélarhús hins stóra Toyotajeppa til að koma ungum sínum á legg. Og lét ekki á sig fá þótt jeppinn væri stöðugt á ferðalagi, en eigandi hans segist hafa ekið um 400 km með fuglana undir húddinu áður en tilvist þeirra uppgötvaðist.
Eigandi jeppans, Dave Merchant, áttaði sig fyrst á hreiðurgerðinni þegar hann hugðist mæla olíuna á Land Cruiser Amazon bílnum. Í það hafði verið orpið fimm eggjum og skriðnir voru ungar úr þeim öllum og óðum að komast á legg.
„Sú staðreynd að ég ók um á bílnum meðan glóbrystingarnir voru að gera sér hreiður og allt þar til ungar komu úr öllum eggjunum sýnir og sannar hversu góður bíll Land Cruiser er. Um leið og ég sá ungana hætti ég að brúka bílinn og mun ekki hreyfa við honum fyrir en öll fjölskyldan er flogin úr hreiðrinu.“
Karlfuglinn skýst út um grill Land Cruiserins, væntanlega í leit …
Karlfuglinn skýst út um grill Land Cruiserins, væntanlega í leit að æti fyrir ungana sína fimm.
mbl.is