Nýr Honda Pilot af færibandinu

Starfsmenn bílsmiðjunnar fagna fyrsta Honda Pilot hinnar nýju kynslóðar af …
Starfsmenn bílsmiðjunnar fagna fyrsta Honda Pilot hinnar nýju kynslóðar af færibandinu.

Fjöldaframleiðsla hófst í gær á splunkunýrri kynslóð af Honda Pilot jeppanum í bílsmiðju Honda í Lincoln í Alabamaríki. Starfsmenn smiðjunnar fögnuðu fyrsta eintakinu af færibandinu með stæl. 

Jeppinn átta sæta hefur verið endurhannaður frá grunni en hann er svo væntanlegur í sýningar- og söluskála bifreiðaumboða í júní. Í honum er að finna nýja útgáfu af i-VTEC V6-vélinni og er hermt að nýja aflrásin sé öflugri og skilvirkari en fyrr.

Honda Pilot er hannaður, þróaður og smíðaður í Bandaríkjunum og herma fregnir að nýja kynslóðin taki forverunum fram á öllum hugsanlegum sviðum. Meðal annars sé hann rúmbetri og farþegavænni að innanverðu.

Þetta er þriðja kynslóð jeppans en hinar fyrri hafa sömuleiðis verið hannaðar og þróaðar í hönnunarmiðstöð Honda í Los Angeles í Kaliforníu og rannsóknar- og þróunarsetri japanska bílsmiðsins í Raymond í Ohioríki.

Frá því Pilot sá fyrst dagsins ljós, árið 2003, hefur hann tekið stöðugum framförum að aksturseiginleikum og íveruþægindum. Sparneytni hans hefur sömuleiðis batnað á þessu tímabili.

Honda Pilot hinn nýi tekur forverunum fram.
Honda Pilot hinn nýi tekur forverunum fram.
Honda Pilot hinn nýi.
Honda Pilot hinn nýi.
Aðbúnaður ökumanns í hinum nýja Honda Pilot.
Aðbúnaður ökumanns í hinum nýja Honda Pilot.
Honda Pilot hinn nýi.
Honda Pilot hinn nýi.
mbl.is