Volvo XC90 sá kynþokkafyllsti

Volvojeppinn nýi, XC90, heillar konur.
Volvojeppinn nýi, XC90, heillar konur.

Það tjóir engu að ætla að þræta um þokka við konur, í þeim efnum taka þær körlum að mestu fram.

Einn er sá bíll sem að mati kvenna er öðrum fremri að þokka í ár. Og þar er sennilega ekki um bíl að ræða sem karlar myndu setja í fyrsta sæti á þokkalista sínum.

„Það hlýtur að vera Audi,“ myndu eigendur þýsku lúxusbílanna segja, en enginn elskar þá eins mikið og Audi-eigendur sjálfir. Eða kannski Lamborghini? Og hvað með Ferrari? Konum finnst lítt í þá síðastnefndu spunnið. Á því eru margar skýringar og meðal annarra sú, að í þeim eru engin aftursæti fyrir börnin. Og farangursrými er sama og ekki neitt.

Vandamálið er að sömu hlutirnir ganga ekki í augun á konum sem körlum þegar bílar eru annars vegar. Og í ár er Volvojeppinn nýi, XC90, eiginlega eina bílmódelið sem heillar konur. Þær eru beinlínis sagðar snúa sér við á götunni þegar slíkur fákur ekur hjá. Kannanir sýna líka að konur eru mikið fyrir jeppa, helst stóra og trausta. Í þann flokk fellur XC90 en stórir bílar eru yfirleitt mjög öryggir. Hurðarnar eru þykkar og traustvekjandi en stór bíll með  massífar hurðir virkar enn öruggari á fólk. Ekki að undra að konum skuli finnast Volvo XC90 þokkafyllsti bíllinn í ár.

Volvojeppinn nýi, XC90, heillar konur.
Volvojeppinn nýi, XC90, heillar konur.
mbl.is