Innköllun VW hefst í janúar

Matthias Müller forstjóri Volkswagen
Matthias Müller forstjóri Volkswagen AFP

Innköllun á Volkswagen bifreiðum sem eru með búnað sem gefur falsaðar upplýsingar um útblástur dísilbifreiða hefst væntanlega í janúar og mun standa út árið.

Matthias Müller, nýr forstjóri VW, greinir frá þessu í viðtali við Frankfurter Allgemeine Zeitung í dag. Hann segir að ef allt gangi að óskum þá eigi að vera hægt að skipta um búnað í bílunum í janúar. 

Fyrirtækið, sem er söluhæsti bílaframleiðandi heims, hefur viðurkennt að slíkur hugbúnaður hafi verið settur í 11 milljónir bifreiða framleiddar af fyrirtækinu.

Leitarvél VW eigendur

mbl.is