Tesla Model X rafjeppinn kemur í mars

Afturhurðir Tesla Model X lyftast upp sem fuglsvængir væru.
Afturhurðir Tesla Model X lyftast upp sem fuglsvængir væru. mbl.is/afp

Margir bíða í ofvæni eftir nýja Tesla Model X rafjeppanum sem væntanlegur er til Evrópu seint á næsta ári eins og kom fram í grein í Bílablaði Morgunblaðsins í dag.

Model X mun hins vegar koma fyrr til Íslands heldur en annarra landa í Evrópu að sögn Gísla Gíslasonar, framkvæmdarstjóra Even, eða strax í mars á næsta ári.

„Ég vissi strax að þetta yrði bíll sem Íslendingar myndu vilja kaupa og þess vegna tryggði ég mér strax 50 bíla,“ sagði Gísli í samtali við bílavef mbl.is og bætti við að þegar væru 35 bílar seldir af þessari sendingu.

„Ég býst fyllilega við að selja alla þessa bíla hérlendis enda er áhuginn mikill og margir reynt að kaupa bíla úr þessari sendingu erlendis frá. Ég vil hins vegar að þeir endi allir hér á Íslandi og vonast til að fá þá alla í sömu sendingunni strax í febrúar eða mars,“ sagði Gísli ennfremur.

mbl.is