Mercedes-Benz áformar vetnisbíl

Mercedes GLC.
Mercedes GLC.

Ýmsir bílaframleiðendur líta til þess að bjóða upp á vetnisbíla í náinni framtíð, en nú þegar bjóða Toyota (Mirai) og Honda (FVC Clarity) upp á slíka bíla. Næstur í röðinni virðist ætla vera Mercedes-Benz.

Hermt er að Mercedes-Benz sé að þróa vetnisútgáfu af jepplinginum GLC og muni hann fá viðaukann F-Cell við tegundareinkennið.

Rannsóknar- og þróunarstjóri bílsmiðsins, Thomas Weber, segir í samtali við tímaritið  Autocar, að vetnisbílatækni hafi fleygt mjög fram að skilvirkni og umfangi undanfarin misseri þótt í raun sé hún enn á frumstigi og sé afar kostnaðarsöm í samanburði við aðrar hefðbundnari aflrásir.

Mercedews-Benz mun kynna sinn GLC F-Cell vetnisbílinn á bílasýningunni í Frankfurt haustið 2017, en hann verður byggður á 2016 árgerðinni af GLC-jepplinginum.Er þess síðan að vænta að hann komi á götuna í Evrópu raðsmíðaður árið 2018. Rætt er um að verðmiðinn muni hljóða upp á sem svarar  10 milljónum króna


 

mbl.is
Loka