Nýr Range Rover Evoque sýndur á morgun

Hinn nýi Range Rover Evoque.
Hinn nýi Range Rover Evoque.
<div>Bílaumboðið BL frumsýnir á morgun, laugardag, nýjan Land Rover Evoque. Fyrir utan fágaðri framenda og endurhannað mælaborð er nýr Evoque kominn með léttari, en um leið bæði kraftmeiri og talsvert sparneytnari og INGENIUM dísilvél.</div><div></div><div>„Sportjeppinn er að sjálfsgögðu búinn hinu fullkomna fjórhjóladrifi Land Rover og hægt er að velja milli 150 og 180 hestafla véla sem báðar eru við 9 gíra sjálfskiptingu. Með nýju skiptingunni <span>(TD4) hefur eldsneytisnotkun og CO2 útblátur verið bætt um 17% án þess að gefa neitt eftir í afli og eiginleikum enda er hröðun jeppans úr 0-100 km einungis 7,6 sekúndur,“ segir í tilkynningu vegna sýningarinnar. </span></div><div></div><div><span>Opið verður hjá BL á morgun, laugardag, milli klukkan 12 og 16 og verða reynsluakstursbílar til reiðu.</span></div>
mbl.is