85% stökk í nýskráningu rafbíla

Renault Zoe
Renault Zoe

Frakkar tóku sig til og keyptu rafbíla í gríð og erg í nýliðnum janúarmánuði. Varð aukning á nýskráningu farartækja af því tagi 85% miðað við sama mánuð árinu áður.

Frá þessu skýra samtök sem láta sig rafbílavæðingu varða (Avere). Að þeirra sögn seldust 48% fleiri rafbílar allt árið 2015 samanborið við söluna 2014. Aukningin er skýrð að verulegu leyti með ívilnunum sem ætlað hefur verið að örfa fólk til kaupa á vistvænum og mengunarlausum bílum.

Alls voru 1.669 rafbílar skráðir í Frakklandi í janúar; fólksbílar og léttir atvinnubílar. Areva segir að hreinir rafbílar séu að festa sig í sessi sem góður valkostur. Þrátt fyrir vaxandi sölu eru rafbílar þó aðeins 1% af heildarsölu bíla í Frakklandi enn sem komið er.

Neytandi sem leggur gömlum dísilbíl og kaupir í staðinn rafbíl fær 3.700 evra afslátt af verðinu.

Söluhæsti rafbíllinn í Frakklandi í janúar var Renault Zoe.

mbl.is