Nánast allir vita af hættunni

Það er erfitt að venja sig af ósiðum eins og …
Það er erfitt að venja sig af ósiðum eins og brúka farsíma í akstri. mbl.is/afp

Í nýrri könnun á umferðarhegðun almennings kemur fram að nánast allir ökumenn gera sér grein fyrir hættunni sem fylgir því að nota farsíma undir stýri til að lesa smáskilaboð eða nota samfélagsmiðla.

Þrátt fyrir þetta gangast afar margir við því að hafa notað símann við akstur einmitt með þessum hætti.

Könnunin var unnin af Gallup fyrir Samgöngustofu, en slíkar kannanir hafa verið gerðar árlega frá árinu 2005. Í henni er gerð athugun á hegðun og viðhorfi íslenskra vegfarenda varðandi t.d. símanotkun, hraðakstur, bílbeltanotkun, akstur eftir neyslu áfengis og hvaða atriði í hegðun annarra vegfarenda fara mest í taugarnar á þátttakendum könnunarinnar.

mbl.is