Toyota eitt yfir 10 milljónir

Neytandi skoðar Toyotabíl í krók og kring í Tokyo.
Neytandi skoðar Toyotabíl í krók og kring í Tokyo. mbl.is/afp

Toyota er stærsti bílaframleiðandi heims fjórða árið í röð og var á árinu 2015 sá eini sem afhenti meira en 10 milljónir bíla.

Alls seldi Toyota 10,15 milljónir bíla sem var ögn umfram væntingar. Var þó um 0,8% minni sölu en árið 2014.

Í öðru sæti varð Volkswagen með 9,93 milljónir seldra bíla og í þriðja sæti General Motors með 9,8 milljónir.

VW tók fram úr Toyta á fyrri helmingi nýliðins árs, 2015, en galt mjög útblásturshneyksli sitt á seinni hlutanum. 

Í heildina dróst bílasala saman bæði á helstu mörkuðum heims svo og á vaxandi mörkuðum, allt í framhaldi af hnattrænum efnahagssamdrætti 2014.

mbl.is