F-Sport upplifun hjá Lexus

Sportbíllinn Lexus RC-300h verður frumsýndur á morgun, laugardag, í Kauptúni.
Sportbíllinn Lexus RC-300h verður frumsýndur á morgun, laugardag, í Kauptúni.

Lexus Ísland verður með sýningu í Kauptúni, Garðabæ, á morgun, laugardaginn 30. apríl, frá klukkan 12 til 16. Verður hinn glæsilegi sportbíll, RC 300h, frumsýndur við það tækifæri.

Frumsýningarbíllinn er ekki sá eini sem fagnar vorkomunni í Kauptúni. Einnig verður Lexuslínan sýnd í F-Sport útfærslu, en F í F-Sport vísar til Fuji kappakstursbrautarinnar í Japan sem notuð er við prófanir á Lexus F-Sport gerðunum.

„Skarpar línur hafa einkennt hönnun Lexus að undanförnu og er óhætt að segja að þeir veki óskipta athygli í umferðinni. Í F-Sport útfærslum er hönnunin og búnaður bílanna tekin einu skrefi lengra. Þeir þekkjast á ágengu snældulaga grilli og fallega hönnuðum felgum fyrir „low-profile“dekkin. F-Sport gerðirnar er búnar sérstökum sætum og öðrum búnaði sem tryggja eftirminnilega akstursupplifun,“ segir í tilkynningu vegna sýningarinnar.

Boðið verður upp á reynsluakstur á F-Sport útfærslum á RC 300h, IS 300h, NX 300h, GS 450h og RX 450h.


 

Lexus GS 450h verður meðal sýningarbílanna.
Lexus GS 450h verður meðal sýningarbílanna.
Lexus IS 300h
Lexus IS 300h
Lexus NX 300h
Lexus NX 300h
Lexus RX 450h
Lexus RX 450h
mbl.is