Sjaldgæft að fólk telji akstur og hjólreiðar andstæða póla

Að ýmsu er að hyggja þegar götur og stígar landslins …
Að ýmsu er að hyggja þegar götur og stígar landslins fyllast af hjólreiðafólki. Nýlega hófu FÍB og Landsbjörg átak til að efla öryggi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samhliða stórauknum hjólaáhuga á Íslandi hefur skráðum slysum hjá LSH á hjólreiðafólki fjölgað um 400%. Utanumhald um skráningu hjóla hefur þó skort á undanförnum árum og því ekki hægt að fullyrða um það hvort skráð hjólreiðaslys haldast í hendur við auknar vinsældir hjólreiða.

Nýlega hófu bæði Landsbjörg og FÍB átak með það að markmiði að reyna að fækka hjólreiðaslysum og auka öryggi í umferðinni. Átak FÍB er hluti af stærra alþjóðlegu átaki sem nefnist Think bike en útlistast á íslensku sem „Hjól í huga“ og miðar að því að gera ökumenn meðvitaðri um tilvist hjólreiðafólks í umferðinni.

Átak Landsbjargar snýr að því að hjólreiðafólk kunni rétta hegðun á götum og stígum, sýni tillitssemi, taki mið af aðstæðum og sé rétt útbúið sem hjólafólk.

Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörgu segir mikilvægt að Íslendingar temji sér góða hjólahegðun. „Innviðir okkar eru ekkert sérstaklega góðir fyrir reiðhjól og fáir stígar eru hannaðir fyrir reiðhjól. Það býður upp á slysahættu,“ segir Jónas. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag bendir hann meðal annars á, að á göngustígum, sem gjarnan eru rúmur metri á breidd, séu ætlaðir fyrir skokkara, göngufólk og reiðhjólafólk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: