Listaverk á götum borgarinnar

Buick-bíll Hlyns er tvímálaður af Glitri á Suðurlandsbraut með svörtum …
Buick-bíll Hlyns er tvímálaður af Glitri á Suðurlandsbraut með svörtum lit, sprautaður með glæru og loks bakaður. mbl.is/RAX

Árlegur skoðunardagur hjá Fornbílaklúbbnum er haldinn í dag og þar má líta augum mörg augnayndi fornbílaflotans á götum borgarinnar. Eftir að skoðun lýkur ætlar klúbburinn að taka einn léttan rúnt um miðbæinn.

Einn af þeim sem mæta er Hlynur T. Tómasson á Buick Super frá 1952, en bíllinn vekur mikla athygli hvert sem hann fer. Það kom vel í ljós þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari var að mynda bílinn í gær. Allir ökumenn sem keyrðu framhjá hægðu á sér og dáðust að þessu listaverki sem bíllinn er orðinn.

„Ég keypti bílinn fyrir hartnær 30 árum, eiginlega óvart. Ég var í námi í Tulsa í Oklahoma og var á bílauppboði að kaupa annan bíl. Þetta var síðasti bíllinn í röðinni og hann var sjúskaður að framan og fleira. Það voru allir farnir af uppboðinu og ég rétti upp hönd í hálfgerðu kæruleysi og bíllinn var sleginn mér á 50 dollara,“ segir Hlynur m.a.  í samtali um bílinn og endurgerð hans í Morgunblaðinu í dag.

Hinn forláta bíll Hlyns flýgur eflaust gegnum skoðun.
Hinn forláta bíll Hlyns flýgur eflaust gegnum skoðun. mbl.is/RAX
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: