Sigurjón Elí skreið best á fyrsta driftmóti

Frá driftmóti helgarinnar.
Frá driftmóti helgarinnar. Ljósmynd/Sæmundur Eric Erlendsson

Sigurjón Elí Eiríksson skreið best 22 þátttakenda í fyrstu umferð Íslandsmeistaramótsins í driftakstri. Var það háð sl. laugardag í rjómablíðu í Kapelluhrauni við Hafnafjörð.

Mótið, sem er á vegum Akstursíþróttasambands Íslands (AKÍS), fór fram í umsjá driftdeildar Akstursíþróttafélags Hafnafjarðar. Byrjaði það með forkeppni þar sem hver ökumaður ók þrjár umferðir í brautinni. Aksturinn var dæmdur í tveimur þeim seinni, eftir línu bílsins í gegnum brautina, gráðu á beygju bílsins í brautinni og akstursstíl.

Eftir að úrslit forkeppninar voru ljós hófst útsláttarkeppni en þar kepptu tveir og tveir saman og hafði sá betur sem fékk hærri stig frá dómaratríóinu.

„Keppnin var æsispennandi og ljóst að ekkert verður gefið eftir í sumar og baráttan um fyrsta sætið verður mikil,“ segir í tilkynningu frá mótshöldurum.

Úrslit keppninar í heild urðu eftirfarandi:

1.    Sigurjón Elí Eiríksson, 112 stig
2.    Þórir Örn Eyjólfsson, 90
3.    Patrik Snær Bjarnason, 78
4.    Aron Jarl Hillers, 56
5-6.    Ármann Ingi Ingvason, 34
5-6.    Júlíus Brynjar Kjartansson, 34
7-8.    Árni Rúnar Kristjánsson, 33
7-8.    Konráð Karl Antonsson, 33
9-12.    Birgir Sigurðsson, 12
9-12.    Haukur Gíslason, 12
9-12.    Kristjón Sigurður Kristjónsson, 12
9-12.    Stefán Þór Gunnarsson, 12
13-16.    Arnar Freyr, 11
13-16.    Aron Steinn Guðmundsson, 11
13-16.     Hlynur Skúli Skúlason, 11
13-16.    Snæþór Ingi Jósepsson, 11
17-22.    Andri Steinar Jónsson,,0
17-22.    Arnar Már Arnarsson,,0
17-22.    Helgi Hrafn Emilsson, 0
17-22.    Ívar Már Sigurpálsson, 0
17-22.    Jón Þór, 0
17-22.    Þórir Már Ingvason, 0

mbl.is