Þreföld sportbílafrumsýning í Brimborg

Ford Focus RS er öflugur sportbíll.
Ford Focus RS er öflugur sportbíll.

Þreföld sportbílafrumsýning verður haldin næstkomandi laugardag, 28. maí, klukkan 12 til 16 í sýningarsal Ford hjá Brimborg, Bíldshöfða 6.

Þar verða frumsýndir Ford Focus RS, Ford Focus ST og Ford Fiesta Red&Black. Einnig verður nýjasta kynslóð Ford Mustang á staðnum.

Aðalnúmerið verður Ford Focus RS en bandaríski ökumaðurinn Ken Block hannaði bílinn í samstarfi við Ford. „Bílablaðamenn hafa hlaðið Ford Focus RS lofi enda búinn einstöku fjórhjóladrifi með driftpakka og launch control-búnaði. Það sem meira er þá skilar 2,3 lítra EcoBoost-vélin 350 hestöflum og 440 Nm togkrafti. Hröðun er 4,7 sek. frá 0–100 km/klst.,“ segir í tilkynningu. Kostar bíllinn frá 6.990.000 krónum.

Ford Focus ST er 250 hestafla framhjóladrifið tryllitæki með 345 Nm togkrafti. Hann er búinn sportfjöðrun, Recaro-framsætum með Windsor-leðri, ST-pedölum úr ryðfríu stáli, Bi-XENON-framljósum og vindskeiðapakka allan hringinn. Hann kostar frá 5.390.000 krónum.

Ford Fiesta Red&Black er grjótharður sportbíll, eins og segir í tilkynningu. Vélin er 140 hestöfl og skilar 210 Nm togkrafti. Skemmtilegir litamöguleikar bjóðast á toppi og grilli. Kastarar að framan, sportstuðarar og vindskeiðapakki eru hluti af staðalbúnaði bílsins. Verðið er frá 3.050.000 krónum.

Nýjasta kynslóð goðsagnarinnar Ford Mustang sem vekur hvarvetna eftirtekt og fær hjartað til að slá örar. Sýningarbíllinn hjá Brimborg er mikið breyttur Ford Mustang GT Premium búinn V8-vél sem er 432 hestöfl og skilar 542 Nm togkrafti. Verðið er frá 6.890.000 krónum.



mbl.is