Körtukappar hefja keppni

Frá gokart-keppni á akstursíþróttasvæðinu við Krýsuvíkurveg.
Frá gokart-keppni á akstursíþróttasvæðinu við Krýsuvíkurveg.

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í körtuakstri (Gokart) verður háð á morgun, laugardag, á aksturíþróttasvæðinu við Krýsuvíkurveg.         

Ókeypis er inn á svæðið fyrir áhorfendur en tímataka hefst klukkan 12 og hálftíma síðar keppnin sjálf. Mótið er haldið á vegum Gokartdeildar Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar (AÍH) og er liður í Íslandmeistaramótaröð AKÍS.

Sjö ökumenn eru skráðir til keppni og reikna aðstandendur mótsins hörkuspennandi keppni.

mbl.is