Team Volvo fyrst blandaðra liða

Volvo-liðið fagnar sigrinum í WOW-reiðinni.
Volvo-liðið fagnar sigrinum í WOW-reiðinni.

Bílaumboðin létu nokkur að sér kveða í WOW-hjólreiðaþoninu umhverfis Ísland í vikunni sem leið. Þar á meðal var lið sem Volvo studdi til keppni, Team Volvo. Varð það hlutskarpast í flokki blandaðra liða í þolreiðinni.

Alls kepptu 92 lið í B-flokki, flokki 10 manna liða, og þar af voru 60 blönduð lið, karla- og kvenna. Team Volvo stóð uppi sem sigurvegari blandaðra liða og það var svo lið World Class sem landaði öðru sætinu og Team Sana frá Akureyri því þriðja.

Þess má svo geta að Team Volvo lenti í fjórða sæti yfir öll lið í B-flokki 10 manna liða.

Á reiðinni umhverfis landið átti Volvo-liðið gott samstarf við karlalið DeCode, XY og CCP&SWIFT en háði harða barráttu við blandað lið frá World Class. Í lokin skildu 18 mínútur og 22 sekúndur liðin að í endamarki þar sem Volvo-liðið hafði betur.

Þegar þetta er skrifað hafa safnast 11.743.000 krónur til styrktar Hjólakrafti.

mbl.is