Brimborg frumsýnir nýjan Ford Edge AWD

Ford Edge hinn nýi verður frumsýndur laugardaginn 25. júní hjá …
Ford Edge hinn nýi verður frumsýndur laugardaginn 25. júní hjá Brimborg.
<span>Brimborg frumsýnir nýjan Ford Edge AWD á laugardaginn kemur, 25. júní, milli klukkan 12 og 16 í sýningarsal Ford að Bíldshöfða 6.  </span> <span>„Ford Edge er stærsti og öflugasti jeppinn í sínum flokki. Aksturseiginleikarnir eru framúrskarandi, útlitið er kraftmikið og tæknin er fyrsta flokks,“ segir í tilkynningu um sýninguna.</span> <span><span>Ford Edge er fjórhjóladrifinn, búinn 210 hestafla dísilvél og 19'' Titanium álfelgum. Hann er  rúmgóður enda stærsti jeppinn í sínum flokki, rúmir 4,8 m. Dráttargetan er mikil eða 2.000 kg og veghæðin er rúmir 20 cm undir lægsta punkt.</span></span> <span><span> </span></span> <span><span>Meðal staðalbúnaðar í Ford Edge er SYNC II samskiptakerfi með Bluetooth og neyðarhringingu í 112, 8“ snertiskjár, íslenskt leiðsögukerfi, bakkmyndavél, veglínuskynjari, umferðaskiltalesari, rafdrifinn afturhleri með skynjara og upphitanleg Quickclear framrúða svo eitthvað sé nefnt.</span></span> <span><span> </span></span> <span><span>Hjá Brimborg kostar <a href="http://www.ford.is/Jeppar/Edge/Um-Edge">Ford Edge</a> frá 8.390.000 krónum. </span></span>
mbl.is