Metsala hjá Skoda

Skoda Superb fæst bæði sem stallbakur (fjær) og langbakur.
Skoda Superb fæst bæði sem stallbakur (fjær) og langbakur.

Tékkneski bílsmiðurinn Skoda nýtur óstöðvandi uppgangs því aldrei hefur hann selt fleiri bíla á fyrra árshelmingi en í ár.

Miðað við árið áður jukust nýskráningar Skodabíla um 4,6% á tímabilinu frá áramótum til júníloka. Nam fjöldi þeirra 569.400 eintökum en í fyrra voru þau 544.300.

Í júnímánuði afhenti Skoda kaupendum 98.800 nýsmíðaða sem var aukning um 4,4% frá júní 2015.

Aukningin er að mestu rakin til lykilmarkaða Skoda, í Kína og Evrópu auk þess sem uppsveifla í bílasölu í Rússlandi hjálpaði upp á sakirnar. Á öllum mörkuðum varð umtalsverð aukning í sölu módelanna Skoda Fabia, Skoda Superb og Skota Yeti. Er til dæmis sala flaggskipsins Superb rúmlega tvöfalt meiri í ár en í fyrra.

mbl.is