Skoda sækir inn á Bandaríkin

Skoda Superb langbakurinn mun að öllum líkindum sjást von bráðar …
Skoda Superb langbakurinn mun að öllum líkindum sjást von bráðar á bandarískum vegum, ásamt öðrum gerðum í Skoda-fjölskyldunni.

Bílar frá Skoda hafa ekki verið fáanlegir í Bandaríkjunum í hálfa öld eða svo en útlit er nú fyrir að breytingar verði þar á.

Hefur tékkneski bílsmiðurinn tryggt sér einkarétt í Bandaríkjunum á fjölda módelnafna, þar á meðal bílheitunum Superb, Yeti, Octavia og nú síðast vRS sem er fyrir GTI-módelin frá Skoda.

Útrás til Bandaríkjanna kemur heim og saman við áform og áætlanir Skoda um sölu fleiri bíla á ári en nokkru sinni fyrr. Síðasta stórútrás bílsmiðsins var til Kína og hafa Skoda-bílar öðlast þar miklar vinsældir og náð góðri fótfestu á þarlendum markaði fyrir nýja bíla.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: