„Örugg umferð er verkefni samfélagsins alls“

Meginmarkmiðið er að umhverfi skólans sé sem öruggast fyrir nemendur …
Meginmarkmiðið er að umhverfi skólans sé sem öruggast fyrir nemendur og starfsfólk. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Nú þegar skólar eru að hefja göngu sína vill Samgöngustofa gjarnan minna ökumenn á að víðast hvar gengur umferð mun hægar fyrir sig á morgana og síðdegis.

„Það er því mikilvægt að leggja snemma af stað og gefa sér góðan tíma svo óþolinmæðin slæðist ekki með í för með tilheyrandi truflun á geðslag og aksturshæfni ökumanna,“ segir í tilkynningu frá Samgöngustofu af þessu tilefni.

Þar segir, að áður en lagt sé af stað þurfi ökumenn að svara spurningunnihvort ekki séöruggt að allir séu í öryggisbeltum, bæði aftan í og frammí, og hvort börnin séu ekki í viðeigandi öryggisbúnaði? Þá beri ökumanni að aka ekki undir áhrifum síma.

„Látum símann vera á meðan á akstri stendur. Það er ekkert símtal eða erindi í símanum svo áríðandi að það sé áhættunnar virði,“ segir Samgöngustofa, sem útbúið hefur sérstakan gátlista sem sendur hefur verið á  leik- og grunnskólum landsins og er ætlað að auðvelda skólum og foreldrum að tryggja sem best öryggi barna í og við skólann með tilliti til umferðar.

Meginmarkmiðið er að umhverfi skólans sé sem öruggast fyrir nemendur og starfsfólk skólans.

mbl.is