Hekla með tvo af hverjum þremur

Nýjasti vistvæni bíllinn hjá Heklu er Audi Q7 e-tron quattro …
Nýjasti vistvæni bíllinn hjá Heklu er Audi Q7 e-tron quattro sem frumsýndur var um síðustu helgi.

Tveir af hverjum þremur vistvænu bílum sem seldir eru á Íslandi eru frá Heklu samkvæmt nýjustu tölum. Það sem af er ári hafa 766 vistvænir bílqr selst hér á landi og af þeim hefur Hekla selt 502, eða 65,54%.

Í tilkynningu frá Heklu segir, að næsta bílaumboð sé með 14,75% hlut og það þriðja söluhæsta með 8,5%.  Langsöluhæsta bílmerkið í flokki vistvænna bíla sé Volkswagen en 295 slíkir hafi verið seldir það sem af er árinu 2016.

„Það er óhætt að fullyrða að Volkswagen sé með mikla yfirburði í þessum flokki en fyrirtækið býður upp á fjölmargar tegundir eins og e-Golf og Golf Metan og ekki má gleyma VW Passat og VW Up! sem einnig er hægt að fá í vistvænni útgáfu,“ segir Árni Þorsteinsson, sölustjóri Volkswagen hjá Heklu í tilkynningunni.

Umboðið býður upp á yfir 40 mismunandi bílamódel í vistvænum flokki frá Volkswagen, Audi, Mitsubishi og Skoda. Visthæfum bílum er hægt að leggja gjaldfrjálst í bílastæði hjá Reykjavíkurborg.

mbl.is