Hraðskreið bjalla

Volkswagen bjallan í metakstrinum á saltsteppunum við Bonneville í Utah.
Volkswagen bjallan í metakstrinum á saltsteppunum við Bonneville í Utah.

Fæstir tengja saman Volkswagen bjöllu og mikinn hraða. Samt setti ein slík hraðamet á Bonneville saltsteppunum í Utahríki í Bandaríkjunum á dögunum.

Bjalla þessi hélt 330 km/klst hraða á mælikaflanum á hraðavikunni  í Bonneville. Að sjálfsögðu var ekki um óbreyttan fólksbíl að ræða heldur sérútbúna LSR-útgáfu en skammstöfunin stendur fyrir hraðamet á landi.

Var tveggja lítra forþjöppuð fjögurra strokka TSI-vélin sérstillt. Forþjöppurnar voru nýjar og öflugri en staðalútgáfan og þá voru nýir stimplar í henni og einnig nýr kambás og stimpilstangir. Með breytingunum náðust 543 hestöfl út úr vélinni sem kom bjöllunni upp á hina miklu ferð.    

mbl.is