Styrkja Bleiku slaufuna þriðja árið

Starfsmenn MAX1 Bílavaktarinnar og Krabbameinsfélags Íslands innsigla hér samstarfið.
Starfsmenn MAX1 Bílavaktarinnar og Krabbameinsfélags Íslands innsigla hér samstarfið.

MAX1 Bílavaktin, sem er söluaðili Nokian tires á Íslandi, mun þriðja árið í röð ganga til samstarfs við Bleiku slaufuna. Í október og nóvember rennur hluti ágóða af sölu Nokian dekkja til átaksins.

Bleika slaufan er í senn árvekni- og fjáröflunarátak sem er nú haldið í tíunda sinn. Í ár verður lögð áhersla á brjóstakrabbamein og safnað verður fyrir endurnýjun á tækjabúnaði fyrir brjóstakrabbameinsleit.

MAX1 og Bleika slaufan hafa átt farsælt samstarf og því var enginn vafi á að endurtaka samstarfið nú í ár. „Viðskiptavinir sem og starfsmenn okkar hafa tekið þessu samstarfi rosalega vel enda frábært málefni. Nokian í Finnlandi hefur kynnt samstarfið fyrir sínum markaðssvæðum og vonandi sjáum við samskonar samstarf um alla Evrópu á næstu misserum. Það er sönn ánægja að fá að taka þátt í að vekja athygli á eins þörfu málefni og krabbamein er“ segir Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdastjóri MAX1 Bílavaktarinnar í tilkynningu.

Samstarfið hefst 1. október og varir út nóvember mánuð. Verður Bleika slaufan til sölu á öllum verkstæðum MAX1 en þau eru fjögur talsins, þrjú í Reykjavík og eitt í Hafnarfirði.

20% afsláttur af Nokian dekkjum

Viðskiptavinir MAX1 sem versla dekk í október og nóvember leggja ekki einungis góðu málefni lið heldur fá einnig 20% afslátt af Nokian dekkjum.


 

mbl.is