Hyundai opnar fjórðu bílaverksmiðju sína í Kína

Fyrir nokkrum dögum tók ný bílaverksmiðja Hyundai til starfa í …
Fyrir nokkrum dögum tók ný bílaverksmiðja Hyundai til starfa í Kína, sú fjórðu þar í landi. Er hún í borginni Cangzhou eins og hinar verksmiðjurnar.

Fyrir nokkrum dögum tók ný bílaverksmiðja Hyundai til starfa í Kína, sú fjórðu þar í landi. Er hún í borginni Cangzhou eins og hinar verksmiðjurnar.

Nýja verksmiðjan getur framleitt 300 þúsund bíla á ári sem er mikilvægt fyrir Hyundai vegna mikillar uppsafnaðar eftirspurnar í Kína. Samanlagt getur fyrirtækið ásamt Kia, dótturfyrirtæki sínu, nú framleitt 2,4 milljónir bíla árlega þar í landi. Verður lögð höfuðáhersla lögð á að sinna þörfum kínverska markaðarins í verksmiðjunni sem nú tók til starfa.

Bejing Hyundai Motor Company (BHMC) hefur framleitt bíla í Kína frá því í október 2002 og í ágúst síðastliðnum hafði fyrirtækið alls framleitt um átta milljónir bíla þar í landi. Aðeins eru fjögur ár liðin síðan þriðja bílaverksmiðja Hyundai tók til starfa í Kína.

Staðsetning verksmiðjanna þykir afar heppileg því þær eru í aðeins 200 km fjarlægð frá fjölmennustu borg landsins, höfuðborginni Bejing, auk þess sem aðalbirgjar Hyundai eru í nágrenninu ásamt höfninni í Tianjin sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir Hyundai.

mbl.is