Fimm keppa hjá Autobest

Citroen C3 af árgerðinni 2017 var frumsýndur í haust.
Citroen C3 af árgerðinni 2017 var frumsýndur í haust.

Fimm bílar hafa verið tilnefndir til Autobest-verðlaunanna sem bestu kaupin árið 2017. Verður tilkynnt 15. desember hverjum þeirra hlotnast heiðurinn.

Kandídatarnir að þessu sinni eru Toyota C-HR, Peugeot 3008, KIA Niro, Citroën C3 og SEAT Ateca. PSA-samsteypan franska á þarna tvo fulltrúa af fimm. Sigurlaunin verða afhent við hátíðarkvöldverð í Lissabon í Portúgal í febrúar.

Í dómnefnd Autobest sitja 31 blaðamaður frá jafn mörgum Evrópuríkjum. Nefndin einbeitir sér fyrst og fremst að bílum sem gefa mikið fyrir verðið sem fyrir þá er borgað. Með öðrum orðum eru kjarakaup.

Dómnefndarmenn mun reynsluaka bílunum fimm í æfingabraut við Vairano skammt frá Mílanó á Ítalíu.

Autobest útdeilir margskonar viðurkenningum ár hvert. Svonefnd „Manbest“ verðlaun hlýtur í ár Carlos Tavares forstjóri PSA Peugeot Citroen en honum hefur á stuttum tíma tekist að snúa PSA úr taprekstri í fyrirtæki með jákvæða afkomu.

Viðurkenninguna „Designbest“ hlýtur aðalhönnuður Volvo, Thomas Ingenlath, en frá því hann kom þar til starfa 2012 hafa bílar Volvo gengið í gegnum velheppnaða endurnýjun lífdaga.

„Companybest“ viðurkenninguna hlaut Opel sem haft hefur góðan byr í seglin á árinu. Fyrirtækið hlaut einnig viðurkenninguna „Ecobest“ fyrir hinn nýja Ampera-e rafbíl sem sagður er með allt að 500 drægi. 

Toyota C-HR.
Toyota C-HR.
Nýr Peugeot 3008 var frumsýndur í París sl. vor.
Nýr Peugeot 3008 var frumsýndur í París sl. vor. AFP
Kia Niro.
Kia Niro.
SEAT Ateca.
SEAT Ateca.
mbl.is