Klassíkin nýjasta nýtt frá Moto Guzzi

Moto Guzzi V7 III Stone
Moto Guzzi V7 III Stone

Hvað gleður augað meira en fallegt mótorhjól með gamla laginu? Sé hjólið sem um ræðir hið sígilda V7 frá Moto Guzzi er það sannarlega fátt.

Café Racer-hjól njóta vinsælda sem aldrei fyrr og 50 ára afmælisútgáfur Moto Guzzi hitta alla þá sem gaman hafa af gömlum hjólum í hjartastað. Fyrirtækið kynnti nýverið til sögunnar þrjár nýjar útfærslur af þessu nafntogaða hjóli, hverja annarri fallegri, og kallast línan V7 III.

Hún inniheldur þrjár mismunandi týpur sem kallast Racer, Stone og Special. Þó ekkert sé til sparað í fortíðarsjarmanum hefur eitt og annað verið uppfært til að mæta nútímaöryggiskröfum og má þar nefna ABS-hemlalæsivörn, gripstýringu og svo má tengja hjólið við smáforrit í snjalltækjum til að taka upp hraðamet, akstursvegalengdir og annað slíkt sem eigendur hjólanna kunna að vilja halda upp á. Sem er vel, en aðalatriðið er eftir sem áður tímalaus sjarmi þessara fallegu hjóla. jonagnar@mbl.is

Moto Guzzi V7 III Special
Moto Guzzi V7 III Special
Moto Guzzi V7 III Racer.
Moto Guzzi V7 III Racer.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: