Nýr forstjórabíll frá BMW

Nýi BMW 5 bíllinn hefur verið meitlaður til og loftmótstaðan …
Nýi BMW 5 bíllinn hefur verið meitlaður til og loftmótstaðan því minni en nokkru sinni.

Sjöunda kynslóðin af BMW 5-seríunni er að koma á markað en fyrsti bíllinn í 5-seríunni kom á götuna 1972.  

Algengt er að talað sé um forstjórabílinn frá BMW þegar 5-serían er annars vegar, en hér er óumdeilanlega um lúxusbíl að ræða.  

Í aflrásina má velja á milli 190 hestafla 520d dísilvélar, sex strokka 265 hestafla dísilvélar og nokkurra 265 til 465 hestafla bensínvéla. Bíllinn mun svo fást í tvinnútgáfu með 530e vél frá og með marsmánuði. Á rafmótornum einum verður drægið 45 km.

BMW 5 Sedan er 36 millimetrum lengri en forverinn, sex millimetrum breiðari og tveimur millimetrum hærri. Hjólhafið hefur verið aukið um 7 millimetra og mælist 2,975 metrar.

Verkfræðingar BMW lögðust í mikla útreikninga til að draga úr loftviðnámi nýja bílsins. Árangurinn er að skilvirkni bílsins er meiri því loftmótstaðan er 10% minna en á forveranum.   Í boði verða alls 21 mismunandi lakklitir á nýju BMW 5-seríunni og bíllinn býðst ýmist á 17 eða 20 tommu felgum.

Stjórnbúnaður bílsins er þeim eiginleikum búinn að geta hlýtt handahreyfngum ökumanns og  tekið við raddskipunum hans. Sú tækni sá fyrst ljós í 7-seríunni í fyrra en mun einnig nú bjóðast í 5-seríunni. Sömuleiðis mun bílstjórinn gefið fyrirskipanir til bílsins með snertingum á 10 tommu flatskjá á mælaborðinu.

mbl.is