Tvær Kia-nýjungar frumsýndar

Tengiltvinnbíllinn Kia Optima verður frumsýndur á morgun hjá Öskju.
Tengiltvinnbíllinn Kia Optima verður frumsýndur á morgun hjá Öskju.

Kia byrjar nýja árið af krafti eins og það endaði síðasta ár eftir að hafa náð öðru sætinu yfir mest seldu bílamerkin á Íslandi. Tvær nýjar útfærslur úr Optima-línu Kia verða frumsýndar hjá Bílaumboðinu Öskju á morgun, laugardaginn 14. janúar, frá  klukkan 12-16.

Um er að ræða tengiltvinnbílinn Optima Plug-In-Hybrid og Optima Sportswagon. Sá fyrrnefndi er búinn tvinnaflrás sem samanstendur af rafmótor og 2,0 lítra bensínvél. „Þannig sameinar bíllinn kosti umverfisvæna sparneytni rafbílsins og kraft bensínvélarinnar,“ segir í tilkynningu.

Tvinnvélin skilar alls 205 hestöflum og eyðslan er aðeins frá 1,6 lítrum á hundraðið. Drægni bílsins á rafmagninu eingöngu er 54 km við bestu aðstæður. Optima er fyrsti tengiltvinnbíllinn  frá Kia og því tímamótabíll í  bílsmíði suður-kóreska bílaframleiðandans. Hann má hlaða í venjulegri 220 volta heimilisinnstungu eða heimahleðslustöð. Hleðslutími er um tvær og hálf klukkustund í heimahleðslustöð og um fimm klukkustundir í venjulegri heimilisinnstungu.

Optima Sportswagon er rúmbetri útgáfa af hinum sígilda Optima. Hinn nýi Sportswagon býður upp á meira farangurspláss og er ríkulega búinn öryggis- og þægindabúnaði. Bíllinn er með 1,7 lítra dísilvél sem skilar 141 hestafli og eyðslan er frá 4,4 lítrum á hundraðið. Báðar gerðirnar eru að sjálfsögðu með 7 ára ábyrgð eins og allir nýir Kia bílar en enginn bílaframleiðandi býður upp á jafn langa ábyrgð á bílum eins og Kia.

Kia Optima Sportwagon verður frumsýndur á morgun hjá Öskju.
Kia Optima Sportwagon verður frumsýndur á morgun hjá Öskju.
mbl.is