Fullt út að dyrum

Grannt eru gripirnir á sýningu Heklu skoðaðir.
Grannt eru gripirnir á sýningu Heklu skoðaðir.

Margir voru samankomnir í höfuðstöðvum Heklu þegar blásið var til árlegrar stórsýningar bílaumboðsins síðastliðinn laugardag.

Til sýnis voru bílar frá Skoda, Audi, Mitsubishi og Volkswagen en fjórir bílar voru frumsýndir í tilefni dagsins, einn var forsýndur og forsala hófst á þremur bílum.

Audi frumsýndi borgarbílinn Audi Q2 og lúxusjeppann Audi SQ7. Það var margt um að vera í Volkswagen-salnum þar sem nýr Volkswagen up! var frumsýndur en um er að ræða smábíl sem er fyrirferðarlítill að utan en rúmgóður að innan.

Önnur kynslóð pallbílsins Volkswagen Amarok var forsýnd á stórsýningunni en að auki hóf Volkswagen forsölu á nýjum e-Golf með 50% meiri drægi og nýjum Golf GTE sem er jafnvígur á rafmagn og bensín.

Mitsubishi frumsýndi nýtt útlit á sportjeppanum ASX og Skoda hóf forsölu á  Skoda Kodiaq sem væntanlegur er til landsins snemma í vor.

Veltibíllinn vinsæli sem er af gerðinni Volkswagen Golf lét sig ekki vanta og tók veltu með alls 480 börnum á öllum aldri.

 „Heimsóknarmet var slegið hjá Heklu en hátt í fjögur þúsund manns litu við á stórsýningunni. Það er óhætt að segja að hún hafi lukkast ákaflega vel og að við séum öll hæstánægð með daginn,“ segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdarstjóri sölusviðs Heklu.

Adui Q7 e-tron á sýningu Heklu.
Adui Q7 e-tron á sýningu Heklu.
Grannt eru gripirnir á sýningu Heklu skoðaðir.
Grannt eru gripirnir á sýningu Heklu skoðaðir.
Líf og fjör í Volkswagensalnum í húsakynnum Heklu við Laugaveg.
Líf og fjör í Volkswagensalnum í húsakynnum Heklu við Laugaveg.
Audi SQ7 var frumsýndur á stórsýningu Heklu.
Audi SQ7 var frumsýndur á stórsýningu Heklu.
Nýr Mitsubishi ASX var frumsýndur á sýningu Heklu.
Nýr Mitsubishi ASX var frumsýndur á sýningu Heklu.
Pallbíllinn Volkswagen Amarok var forsýndur á stórsýningu Heklu.
Pallbíllinn Volkswagen Amarok var forsýndur á stórsýningu Heklu.
Góð stemmning í Skodasalnum hjá Heklu.
Góð stemmning í Skodasalnum hjá Heklu.
Málin rædd innan um glæsigripina á stórsýningu Heklu.
Málin rædd innan um glæsigripina á stórsýningu Heklu.
Veltibíllinn fór 480 veltur á sýningu Heklu en engan „farþega“ …
Veltibíllinn fór 480 veltur á sýningu Heklu en engan „farþega“ hans sakaði, enda allir með öryggisbeltin vel og örugglega spennt.
mbl.is