Peugeot 3008 bíll ársins

Nýi Peugeot 3008 frumsýndur í París.
Nýi Peugeot 3008 frumsýndur í París. AFP

Peugeot 3008 er bíll ársins 2017 í Danmörku, samkvæmt niðurstöðum danskra bílablaðamanna í nýliðnum desember. Spurning er hvort hann hreppi líka heimstitilinn því 3008-bíllinn nýi er kominn í úrslit í keppninni um þau.

Alls lentu sjö bílar í lokaumferð viðurkenningarinnar „heimsbíll ársins“ en tilkynnt verður á bílasýningunni í Genf 6. mars hver hnossið hlýtur.

Bílarnir sjö eru, í stafrófsröð, Alfa Romeo Giulia, Citroen C3, Mercedes E-class, Nissan Micra, Peugeot 3008, Toyota C-HR, Volvo S90 og V90.

Eftir forval í keppninni um bíl ársins féllu þessir bílar úr leik: Aston Martin DB11, Audi Q2, Audi A5 Coupé, Ford Edge, Ford Ka+, Fiat 124 Spider, Fiat Tipo, Honda Clarity, Honda NSX, Jaguar F-Pace, Kia Niro, Kia Sportage, Kia Optima, Maserati Levante, Porsche 718, Porsche Panamera, Renault Talisman, Renault Scenic, Renault Mégane, Seat Ateca, Skoda Kodiaq, Suzuki Balono, Toyota Prius, Toyota Mirai, og Volkswagen Tiguan.

Í umsögn um Peugeot 3008 lofaði dómnefndin hönnun bílsins, fyrirtaks innanrými og einstaklega góða aksturseiginleika, eins og þar segir en hið síðastnefnda kom nefndarmönnum í opna skjöldu.

Franski bílsmiðurinn segir að um jeppa sé að ræða þótt útlitið þykir fremur benda til þess að um borgarbíl sé að ræða en fjórhjóladrifsbíl sem kann betur við sig á malarundirlagi á víðavangi en borgarmalbiki. Mætti kannski fremur segja að um jeppling sé að ræða og víst er nokkuð hærra upp undir lægsta punkt en á dæmigerðum stallbak. Hærra er undir til dæmis Nissan Qashqai en 3008-bílinn og sá síðarnefndi er á styttri fjöðrum og minni dekkjum en það á sinn þátt í góðum aksturseiginleikum hans.

Fylgir fregnum að markaðsdeild Peugeot hafi ráðið meiru um hönnun bílsins og búnað en verkfræðingar fyrirtækisins. Sem er skiljanlegt í ljósi þess að geiri jeppa og jepplinga er sá sem vaxið hefur hvað mest alls staðar í Evrópu undanfarin misseri. agas@mbl.is

Nýi Peugeot 3008 frumsýndur í París.
Nýi Peugeot 3008 frumsýndur í París. AFP
Peugeot 3008 í sviðsljósinu á bás Peugeot í París sl. …
Peugeot 3008 í sviðsljósinu á bás Peugeot í París sl. haust. AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: