Dísilbílar á hröðu undanhaldi

Hratt hefur dregið úr kaupum á dísilbílum í Frakklandi.
Hratt hefur dregið úr kaupum á dísilbílum í Frakklandi. AFP

Algjört hrun hefur orðið í ár í sölu dísilbíla í Frakklandi. Er það meðal annars sögð kraftbirting áhrifa af útblásturshneykslinu sem við Volkswagen er kennt.

Í ár er hlutdeild dísilbíla í nýskráningum bíla til einstaklinga og fjölskyldna 36,7%. Til samanburðar var dísilvél í þremur bílum af hverjum fjórum sem seldir voru til einstaklinga í Frakklandi árið 2012.

En fleira kemur til en útblásturshneykslið og þá ekki síst að yfirvofandi þykir að lagt verði bann við akstri dísilknúinna bíla í stórborgum.

Þessu til viðbótar hafa bílaframleiðendur á undanförnum árum komið fram með nýjar og litlar en mjög skilvirkar og sparneytnar bensínvélar sem grafið hafa undan vinsældum dísilvélanna.

Samdráttur í kaupum einstaklinga á dísilbílum hefur orðið til þess að af heildarnýskráningum hefur hlutfall dísilknúinna bíla, að atvinnubílum meðtöldum, lækkað umtalsvert, eða í 52%. Eins og áður segir var það nærfellt 75% fyrir fjórum árum. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: