Sprinter, Vito og Citan sýndir á Fosshálsinum

Merceds-Benz sendibíll af gerðinni Sprinter.
Merceds-Benz sendibíll af gerðinni Sprinter.

Atvinnubíladeild Öskju mun nk laugardag 18. febrúar halda sýningu á Mercedes-Benz atvinnubílum að Fosshálsi 1, milli klukkan 12 og 16. Sýndir verða Sprinter, Vito og Citan sendibílarnir sem allir hafa verið vinsælir hér á landi sem og erlendis.

„Í tilefni sýningarinnar verða sérfræðingar á staðnum sem gefa góð ráð varðandi hillukerfi, kælibúnað og verkfæri. Jafnframt kynnum við nýjung sem tryggir hagkvæmni og öryggi í rekstri sendibíla. Nú færðu Mercedes-Benz þjónustu- og viðhaldssamning en með föstum mánaðarlegum greiðslum er innifalinn allur kostnaður við þjónustuskoðanir og viðhald,“ segir Finnbogi Óskar Ómarsson, sölustjóri Mercedes-Benz atvinnubíla hjá Öskju.

Mercedes-Benz Sprinter, Vito og Citan sendibílar fást í fjölmörgum ólíkum útfærslum. Þeir fást stuttir, millilangir og langir og með úrvali af valbúnaði er hægt að setja saman þann bíl sem hentar rekstri hjá hverjum og einum.

Í tilkynningu frá Öskju segir að þessir þrír sendibílar hafi allir fengið góða dóma fyrir gæði og hagkvæmni. Sprinter hafi til að mynda verið afar vinsæll og traustur bíll hér á landi sem og annars staðar og einn mest seldi bíllinn í sínum flokki um árabil. Daimler, framleiðandi Mercedes-Benz bíla, er stærsti atvinnubílaframleiðandi í heimi.

mbl.is