E-Class bíll ársins í Bretlandi

Mercedes-Benz E-Class er bíll ársins 2017 í Bretlandi.
Mercedes-Benz E-Class er bíll ársins 2017 í Bretlandi.

Mercedes-Benz E-Class af árgerðinni 2017 hefur verið kjörinn bíll ársins í Bretlandi. Þátt í kosningunni tóku 27 bílablaðamenn.

Forsvarsmaður verðlaunanna segir að um sé að ræða afar sérstakan bíl. „Mercedes-Bens hefur um langan aldur framleitt tilkomumikla lúxusvagna. E-Class er framhald af þeim meiði og setur hærri viðmiðunarmörk í forstjórabílageiranum. Tæknivæðing hans og frágangur ofan í smáatriði er ótrúleg,“ segir John Challen.

Til úrslita kepptu fimm bílar og jafnir í öðru sæti urðu Volvo V90 og Jaguar F-Pace. Í fjórða til fimmta sæti urðu Hyundai Ioniq og Ford Focus RS.

mbl.is